Náttsól sjarmerandi hryssa SELD
Náttsól frá Saurbæ IS2010257781, myndarleg og sjarmerandi hryssa.
Náttsól er traust og mikið tamin hryssa. Hún er fremur stór og myndarleg, mjúk á tölti með prýðisgott brokk, stökk og fet. Frábær reiðhryssa, sem hentar jafnt á námskeið, í hestaferðina eða léttar keppnir. Hún kann hinar ýmsu fimiæfingar og hefur farið í 5,60 í V5 léttum fjórgangi. Náttsól er undan Gustsdótturinni Ljónslöpp frá Bringu og 1. verðlauna hestinum Víg frá Eikarbrekku, en hann var í 3 sæti í slaktaumatölti T2 á heimsmeistaramótinu í Berlín 2013.
Myndbandið er frá því í okt 2018. SJÁ MYNDBAND