Háfeti mikið tamin og þjáll reiðhestur

Háfeti

Háfeti frá Saurbæ IS2008157782 er mikið taminn og þjáll hestur. Góður reiðhestur sem kann margar fimiæfingar og gaman er að þjálfa hann í. Háfeti er fullkomin hestur fyrir knapa sem langar að læra meira og sækja námskeið eða kennslu, þar sem hann er frábær kennari og mundi henta vel í Knapamerkin eða Reiðmanninn svo dæmi sé tekið. 

Háfeti er klárhestur með allar gangtegundir takthreinar og öruggar. Hann er mjög sveigjanlegur og þjáll og auðvelt sem dæmi að ríða honum slöngulínur á brokki/tölti og stökk á hringnum. Háfeti hefur farið einu sinni í innanhús keppni og fékk þá 5,7 í V5 eða léttum fjórgangi.

Háfeti er undan fyrrum heimsmeistaranum Krafti frá Bringu og 1.verðlauna hryssunni Hendingu frá Saurbæ.

 

Hægt er að sá myndband af Háfeta með því að ýta HÉR.

 

Hér fyrir neðan er hægt að sjá fleiri myndir af Háfeta.

Print Email