Gráskinna - sjarmerandi hryssa SELD

Gráskinna frá Ásgeirsbrekku IS2007258481
Gráskinna er myndarleg og sjarmerandi hryssa. Hún hefur fallegar hreyfingar og er hreingeng á gangtegundum. Gráskinna er ljúf og góð í allri umgengni, kurteis og þægileg. Hún er auðveld að ná úti í gerði og þæg í járningu sem dæmi. Gráskinna er ótrúlega þrifaleg ef hægt er að segja svo um hesta en hún er alltaf ótrúlega hrein miðað við að vera grá. Gráskinna er traust og þæg en jafnframt næm og viljug að gera það sem knapinn leggur fyrir hana, hún hentar því kannski ekki fyrir algjöra bryjendur en mjög vel fyrir aðeins vanari knapa. Hún svarar vel ábendingum og kann grunnin í ákveðnum fimiæfingum eins og sniðgang og krossgang.
Gráskinna er u.þ.b. 138 cm á hæð á herðakamb
Gráksinna er vel ættuð. Hún er undan 1. verðlauna hryssunni Limru frá Ásgeirsbrekku sem hlaut í aðaleinkunn 8,04 í kynbótadómi. Faðir Gráskinnu er Huginn frá Haga sem er með hvorki meira né minna en 8,57 í aðaleinkunn, þar af 9,05 fyrir hæfileika í kynbótadómi. Huginn hefur einnig hlotið heiðursverðlaun fyrir afkvæmi sem er ein æðsta viðurkenning sem stóðhestur getur fengið.
Fyrir nánari upplýsingar: heidrun(hja)saurbaer.is eða 8495654