Naskur frá Saurbæ
Naskur frá Saurbæ fór í glæsilegan byggingardóm í vor, en hann hlaut 8,44 fyrir sköpulag
Written on .
Naskur frá Saurbæ fór í glæsilegan byggingardóm í vor, en hann hlaut 8,44 fyrir sköpulag
Written on .
Nú vonum við að veturinn fari endanlega að kveðja og við taki bara sumar og sólarylur. Vorið hefur verið kalt sérstaklega ef miðað er við vorið í fyrra. Það hefur ýmislegt á daga okkar drifið hér í Saurbæ í vetur, þrátt fyrir að ekki hafi verið rituð mörg orð um það.
Pétur stóð vaktina sem áður yfir nemendum sínum í Hólaskóla ásamt að þjálfa hross hér heima í Saurbæ. Heiðrún hefur einnig verið að temja og þjálfa eins og hún hefur getað en heimasætan Árdís Hekla hefur að sjálfsögðu verið í aðalhlutverki. Annina Pisano hefur verið að aðstoða okkur síðan síðasta sumar og staðið sig frábærlega.
Written on .
Við kvöddum 3 hross í september sem fóru á vit nýrra ævintýra. Þetta voru þau Blæja, Gráskinna og Flóki. Við fengum þessar fallegu myndir af Blæju og Gráskinnu frá nýju heimili þeirra í Swiss. Það er ánægjulegt að sjá hvað þær virðast hafa það gott og hvað nýjir eigendur virðast hamingjusamir með þær. Þó við kveðjum hryssurnar er þetta nýtt upphaf fyrir þær með eigendum sínum. Okkur hlakkar til að fylgjast með þeirra samstarfi í framtíðinni og óskum þeim góðs gengis.
Blæja frá Saurbæ með nýjum eiganda sínum Giulia Büsser :)
Written on .
Hlekki verður sleppt í hólf í Saurbæ 11. júlí. Mjög auðvelt er að bæta á hann hryssum yfir sumarið og fyljunar hlutfallið hjá honum hefur verið alveg frábært undanfarin ár. Folatollurinn kostar 100.000 með sónar, hagagöngu og vsk. Nánari upplýssingar veitir Pétur í síma 864 5337.
Written on .
Við leitum að tamingarmanni eða konu með reynslu og eða menntun í þjálfun og tamningu hrossa. Starfið felst fyrst og fremst í tamningu og þjálfun hrossa á öllum stigum. Tækifæri fyrir viðkomandi að vinna með góð hross og öðlast reynslu, þekkingu og færni í tamningu og þjálfun hrossa, en Pétur sér einmitt um að kenna frumtamningar við Hólaskóla. Umsóknir og nánari upplýsingar í skilaboðum eða hjá Heiðrúnu heidrun(hja)saurbaer.is 849 5654 eða Pétri petur(hja)saurbaer.is 864 5337