Veturinn kveður og sumarið kemur
Nú vonum við að veturinn fari endanlega að kveðja og við taki bara sumar og sólarylur. Vorið hefur verið kalt sérstaklega ef miðað er við vorið í fyrra. Það hefur ýmislegt á daga okkar drifið hér í Saurbæ í vetur, þrátt fyrir að ekki hafi verið rituð mörg orð um það.
Pétur stóð vaktina sem áður yfir nemendum sínum í Hólaskóla ásamt að þjálfa hross hér heima í Saurbæ. Heiðrún hefur einnig verið að temja og þjálfa eins og hún hefur getað en heimasætan Árdís Hekla hefur að sjálfsögðu verið í aðalhlutverki. Annina Pisano hefur verið að aðstoða okkur síðan síðasta sumar og staðið sig frábærlega.