Þrír hestar frá Saurbæ á Landsmóti 2018
Landsmót hestamanna 2018 hefst á morgun og er gaman að segja frá því að þrír hestar frá Saurbæ taka þátt í keppninni. Þetta eru þeir Grettir, Hlekkur og Nói frá Saurbæ.
Grettir tekur þátt í barnaflokki með knapa sínum Þórgunni Þórarinsdóttir, Hlekkur og Nói taka þátt í A-flokki, ásamt því að Nói og knapi hans og eigandi Sina Scholz unnu sér einnig þátttökurétt í tölti. Hlekkur og knapi hans Pétur Örn, voru þeir í feikna stuði á æfingu í dag í rigningunni í Reykjavík. Það er gaman að segja frá því að á reiðhallarsýningunni Tekið til Kostana vorið 2014 komu allir þessir hestar fram saman í atriði og seinna um vorið fóru þeir allir í 1 verðlaun. Allir þessir hestar fengu um og yfir 8,50 í einkunn í úrtöku fyrir landsmót og verður gaman að fylgjst með hvernig gengur á Landsmóti 2018.
Grettir og Þórgunnur
Hlekkur og Pétur
Nói og Sina