Naskur frá Saurbæ
Naskur frá Saurbæ fór í glæsilegan byggingardóm í vor, en hann hlaut 8,44 fyrir sköpulag
, þar af 9,0 fyrir samræmi og hófa. Naskur er undan Narra frá Vestri Leirárgörðum og Ljónslöpp frá Bringu sem er undan Gusti frá Hóli og Kolku frá Kolkuósi og fyrsti stóðhesturinn sem kemur úr okkar ( Pétur og Heiðrún ) ræktun og erum við stolt af því. Naskur er stór hestur með miklar herðar en hann mældist 148 cm á stöng og 8 cm lægri á lend. Naskur hreyfir sig af miklum þokka, skrefmikill og opin í gang, hann var auðveldur í tamningu og verður gaman að halda áfram með hann næsta vetur. Naskur er komin í hólf í Víðimýri í Skagafirði og kostar 40.000 + vsk með girðingargjaldi og einni sónarskoðun.