Við þökkum Maiju fyrir frábærlega vel unnin störf
Maiju Maria Varis útskrifaður reiðkennari, er búin að vera hjá okkur í hálfu starfi á nánast ár eða frá því í maí 2016. Nú er Maiju farin á vit nýrra ævintýra vestur á Snæfellsnesi og þökkum við henni fyrir frábærlega vel unnin störf og skemmtilegan tíma. Maiju er mikil fagmanneskja og
það er því mjög gaman að taka við hrossunum sem hún var að þjálfa. Við óskum henni góðst gengis í nýjum verkefnum á sama tíma og hennar verður sárt saknað.
Frá hestaferð fram í Merkigil síðasta sumar
Maiju og Védís frá Saurbæ, efnileg 5 vetra hryssa undan Vita frá Kagaðarhóli og Vordísi frá Sjávarborg