Pétur stigahæsti knapinn
Lokakvöld Skagfirsku mótaraðarinnar fór fram miðvikudaginn 12 apríl. Pétur og Maiju tóku þátt í fimmgangi og komust bæði í úrslit. Þau riðu á bræðrunum Hlekki og Nirði frá Saurbæ en þeir eru báðir að stíga sín fyrstu skref í fimmgangi og því skemmtilegur árangur að komast með þá báða í úrslit. Pétur og Hlekkur sigruðu úrslitin með yfirburðum og Maiju og Njörður enduðu í fjórða sæti.
Pétur fékk verðlaun fyrir að vera stigahæsti knapinn samanlagt úr allri mótaröðinni í 1. flokki
, en hann hefur náð að vera í úrslitum í öllum greinum og endaði svo á að vinna fimmganginn. Maiju hefur einnig komist í úrslit í öllu sem hún hefur tekið þátt í og var eflaust bara rétt fyrir neðan Pétur í samanlögðum stigum. Góður endir á þessari vetrarmótaröð sem er auðvitað fyrst og fremst góður undirbúningur fyrir komandi tímabil :-)
Hér koma nokkrar myndir frá vetrinum.
Maiju Maria Varis og Pétur Örn Sveinsson með þá Vopna frá Sauðárkróki og Gylli frá Víðidal
Pétur og Hlekkur frá Saurbæ
Maiju og Njörður frá Saurbæ
Pétur og Hlekkur frá Saurbæ
Pétur og Greip frá Sauðárkróki
Pétur og Gyllir frá Víðidal
Majiu og Vopni frá Sauðárkróki