Það er ánægjulegt að sjá og fá góðar fréttir frá hamingjusömum eigendum hrossa sem við höfum selt. Hér eru myndir af nokkrum hrossum sem við höfum selt á síðustu misserum, nánast öll úr okkar ræktun, en öll hross sem við höfum tamið og þjálfað sjálf. Þeim er ýmislegt til lista lagt en eru fyrst og fremst góður félagsskapur eiganda sinna.
Sunna frá Saurbæ með ánægðum eiganda sínum í Þýskalandi
Smári sem var seldur 5 v. er hér með ungumknapa sínum í keppni u.þ.b. ári síðar.
S
Það eru góð meðmæli þegar fólk er ánægt og kaupir anna hest, hvað þá fjóra. Nikulás, Gráskinna, Smári og Náttsól í Sviss öll í eigu sömu fjölskyldu.
Smári :)
Gráskinna og Náttsól
Hringhenda með hávöxnum vini sínum. Fer vel á tölti í Sviss
Þ
Það fer vel um Rebekku í Sviss
Blæja í Sviss
Flóki með ánægðum eiganda sínum á Íslandi
Stakki í Sviss er ýmislegt til lista lagt
Tinna var keypt af sömu fjölskyldu og Rebekka, þær eru því saman þar vinkonurnar
Nýleg mynd af Sunnu og eiganda sínum í Þýskalandi sem virðist vinna fjölbreytta og góða vinnu með hana.
Þrjú hross voru sýnd í sumar undan Hlekki okkar frá Saurbæ. Tvö þeirra hlutu 1. verðlaun í aðaleinkunn og sú þriðja fyrstu verðlaun sem klárhyryssa. Þetta voru þau Heggur frá Reykjavöllum 5v., Túndra frá Daufá 6v. og Sveifla frá Flatatungu.
Hér efstur á mynd er stóðhesturinn Heggur frá Reykjavöllum 5v. Hann hlaut 8,17 fyrir sköpulag, 8,03 fyrir hæfileika og 8,08 í aðaleinkunn. Heggur hlaut 9,0 fyrir bak og lend og prúðleika. Fyrir hæfileika hlaut hann 8,0 - 8,5 fyrir alla eiginleika utan fets, en fyrir það hlaut hann 7,5. Heggur er undan heiðusrsverðlaunahryssunni Hríslu frá Sauðárkróki sem er undan Hróðri frá Refstöðum og Viðju frá Sauðárkróki. Það verður spennandi að fylgjast með þessum efnilega fola sem virðist eiga mikið innni. Heggu er ræktaður og í eigu Hönnu Kristínar Pétursdóttur.
Jarpa hryssan er Túndra frá Daufá 6v en hún hlaut 8,11 fyrir sköpulag, 8,25 fyrir hæfileika og 8,20 í aðaleinkunn. Þar af hlautu hún 8,5 fyrir tölt, skeið, fet og samstarfsvilja. Túndra er undan Tátu frá Varmalæk sem var ósýnd hryssa undan Tind frá Varmalæk og Pressu frá sama bæ. Túndra er ræktuð og í eigu Efemíu Fanneyjar Valgeirsdóttur og Egill Örlygsson
Þriðja hrossið er Sveifla frá Flatatungu 6v klárhryssa. Hún hlaut 8,15 fyrir sköpulag og 7,60 fyrir hæfileika skeiðlaus. Hún hlaut 8,5 háls/herðar og bóga, fótagerð, höfuð, brokk og samstarfsvilja. Móðir Sveiflu er Mánadís frá Flatatungu sem er ósýnd hryssa undan Vita frá Miðsitju og Rauðku frá Flatatungu. Ræktandi og eigandi Sveiflu er Einar Gunnarsson í Flatatungu.
Þessa dagana eru nokkur góð hross til sölu hjá okkur, allt frá góðum reiðhestum upp í flotta keppnishesta. Myndbönd og myndir eru væntanlega á Facbook síðu okkar og Instagram, en einnig er hægt að senda okkur skilaboð, email eða hringja fyrir nánari upplýsingar. Hér á myndinni er hún Tinna frá Saurbæ, dóttir Hrannars frá Flugumýri og Perlu frá Stóru-Gröf syðri. Tinna er frábær hryssa með góðar gangtegundir, fjaðurmagn og fóðtaburð í hreyfingum en ekki mikið rými. Hún er mjög traust og frábær í allri umgengni, vön krökkum og alls konar umferð. Hún er viljug og dugleg og alltaf að bæta sig.
Við erum stolt af henni Védísi okkar sem fór í 1. verðlaun í sumar. Védís er fyrst hrossið sem við (Heiðrún og Pétur) ræktum saman og þess vegna er um einkar ánægð með þessa skemmtulegu hryssu og góða byrjun. Védís hefur verið í miklu uppáhaldi hjá okkur allt frá fyrstu stigum tamningar. Védís er undan gæðingnum Vita frá Kagaðarhóli og Vordísi frá Sjávarborg sem er sammæðra skeiðsnillingunum Venusi og Sprota frá Sjávarborg. Védís fékk 8,18 í aðaleinkunn, þar af 8,5 fyrir tölt, vilja og geðslag.
Landsmót hestamanna 2018 hefst á morgun og er gaman að segja frá því að þrír hestar frá Saurbæ taka þátt í keppninni. Þetta eru þeir Grettir, Hlekkur og Nói frá Saurbæ.