Fréttir

Þrjú afkvæmi Hlekks komu til kynbótadóms í vor

Þrjú afkvæmi Hlekks komu til kynbótadóms í vor

Sunnudagur, Október 9, 2022

Þrjú hross voru sýnd í sumar undan Hlekki okkar frá Saurbæ. Tvö þeirra hlutu 1. verðlaun í aðaleinkunn og sú þriðja fyrstu verðlaun sem klárhyryssa. Þetta voru þau Heggur frá Reykjavöllum 5v., Túndra frá Daufá 6v. og Sveifla frá Flatatungu.

Hér efstur á mynd er stóðhesturinn Heggur frá Reykjavöllum 5v. Hann hlaut 8,17 fyrir sköpulag, 8,03 fyrir hæfileika og 8,08 í aðaleinkunn. Heggur hlaut 9,0 fyrir bak og lend og prúðleika. Fyrir hæfileika hlaut hann 8,0 - 8,5 fyrir alla eiginleika utan fets, en fyrir það hlaut hann 7,5. Heggur er undan heiðusrsverðlaunahryssunni Hríslu frá Sauðárkróki sem er undan Hróðri frá Refstöðum og Viðju frá Sauðárkróki. Það verður spennandi að fylgjast með þessum efnilega fola sem virðist eiga mikið innni. Heggu er ræktaður og í eigu Hönnu Kristínar Pétursdóttur.

Jarpa hryssan er  Túndra frá Daufá 6v en hún hlaut 8,11 fyrir sköpulag, 8,25 fyrir hæfileika og 8,20 í aðaleinkunn. Þar af hlautu hún 8,5 fyrir tölt, skeið, fet og samstarfsvilja. Túndra er undan Tátu frá Varmalæk sem var ósýnd hryssa undan Tind frá Varmalæk og Pressu frá sama bæ. Túndra er ræktuð og í eigu Efemíu Fanneyjar Valgeirsdóttur og Egill Örlygsson

Þriðja hrossið er Sveifla frá Flatatungu 6v klárhryssa. Hún hlaut 8,15 fyrir sköpulag og 7,60 fyrir hæfileika skeiðlaus. Hún hlaut 8,5 háls/herðar og bóga, fótagerð, höfuð, brokk og samstarfsvilja. Móðir Sveiflu er Mánadís frá Flatatungu sem er ósýnd hryssa undan Vita frá Miðsitju og Rauðku frá Flatatungu. Ræktandi og eigandi Sveiflu er Einar Gunnarsson í Flatatungu.

Öll hrossin voru sýnd af Þórarni Eymundssyni.

Heggur frá Reykjavöllum. Mynd Óli Bolla

Túndra frá Daufá, mynd skjáskot af Alendis

Heggur frá Reykjavöllum, mynd skjáskot af Alendis

Sveifla frá Flatatungu, mynd skjáskot af Alendis

Leit