Fréttir
Þessa dagana eru nokkur góð hross til sölu hjá okkur, allt frá góðum reiðhestum upp í flotta keppnishesta.
Myndbönd og myndir eru væntanlega á Facbook síðu okkar og Instagram, en einnig er hægt að senda okkur skilaboð, email eða hringja fyrir nánari upplýsingar. Hér á myndinni er hún Tinna frá Saurbæ, dóttir Hrannars frá Flugumýri og Perlu frá Stóru-Gröf syðri. Tinna er frábær hryssa með góðar gangtegundir, fjaðurmagn og fóðtaburð í hreyfingum en ekki mikið rými. Hún er mjög traust og frábær í allri umgengni, vön krökkum og alls konar umferð. Hún er viljug og dugleg og alltaf að bæta sig.