Fréttir
Bræðurnir Hlekkur og Hnjúkur hafa báðir orðið Íslandsmeistarar í unglingaflokki með knöpum sínum. Hnjúkur frá Saurbæ og Þórgunnur Þórarinsdóttir urðu Íslandsmeistarar í fjórgangi unglinga 2022 með einkunina 7,10 og fimi unglinga. Hlekkur frá Saurbæ sigraði fimmgang unglinga 2023 með honum Matthíasi Sigurðssyni, en þeir áttu frábæra sýningu saman og hlutu 7,26 í einkunn. Njóla frá Miðsitju hefur því skilað okkur tveimur Íslandsmeisturum í unglingaflokki enda algjör öðlingshryssa.