Fréttir

Hlekkur og Pétur í úrslitum í A-flokki gæðinga

Hlekkur og Pétur í úrslitum í A-flokki gæðinga

þriðjudagur, Nóvember 1, 2022

Hlekkur frá Saurbæ og Pétur Örn stóðu sig frábærlega á Landsmóti Hestamanna síðasta sumar, en þar komust þeir í B-útslit í A-flokki sem þótti óvenju sterkur að þessu sinni.

 Hlekkur og Pétur áttu mjög góðar og öruggar sýningar, með frábæru skeiði sem skilaði þeim 8,61 í einkunn og 14. sæti af um hundrað keppendum, sem eru allir búnir að fara í gegnum úrtökur eða ákveðna forkeppni í sínu heimahéraði. Það er því frábær árangur að komast í úrslit meðal þeirra bestu á Landsmóti hestamanna.

Leit