Pétur stigahæsti knapinn
Lokakvöld Skagfirsku mótaraðarinnar fór fram miðvikudaginn 12 apríl. Pétur og Maiju tóku þátt í fimmgangi og komust bæði í úrslit. Þau riðu á bræðrunum Hlekki og Nirði frá Saurbæ en þeir eru báðir að stíga sín fyrstu skref í fimmgangi og því skemmtilegur árangur að komast með þá báða í úrslit. Pétur og Hlekkur sigruðu úrslitin með yfirburðum og Maiju og Njörður enduðu í fjórða sæti.
Pétur fékk verðlaun fyrir að vera stigahæsti knapinn samanlagt úr allri mótaröðinni í 1. flokki