Hlekkur hækkaði og komst inn á Landsmót

Written on .

Hlekkur frá Saurbæ var sýndur í kynbótasýningunn á Hólum nú á dögunum og fór í frábæran dóm. Hann hækkaði bæði í byggingu og hæfileikum. Hlaut 8,13 í byggingu og hækkaði því um nokkur stig frá síðasta dómi. Fyrir kosti hlaut hann 8,71 í fyrir hæfileika, stóð við allar sýnar tölur en hækkaði fyrir brokk og hægt tölt. Frábær dómur á frábærum hesti. Jafnar og góðar tölur. Ekki dugði þetta þó til að komast inn á landsmót í 7 vetra flokki stóðhesta, þar sem einungis 10 hestar koma til dóms. Við ákváðum því að fara með Hlekk í A-flokk gæðinga, sem var daginn eftir yfirlitsýningu og þar hlaut hann 8,53 í sinni fyrstu A-flokks keppni og komst inn á Landsmót. Frábær árangur og spennandi tímar framundan Smile

Print