Gleðilega nýtt ár 2021
Fjölskyldan Saurbæ óskar öllum gleðilegs nýs árs með þökk fyrir árið sem er að líða. Megi nýja árið færa ykkur gleði og gæfu.
Written on .
Fjölskyldan Saurbæ óskar öllum gleðilegs nýs árs með þökk fyrir árið sem er að líða. Megi nýja árið færa ykkur gleði og gæfu.
Written on .
Þessa dagana eru nokkur góð hross til sölu hjá okkur, allt frá góðum reiðhestum upp í flotta keppnishesta. Myndbönd og myndir eru væntanlega á Facbook síðu okkar og Instagram, en einnig er hægt að senda okkur skilaboð, email eða hringja fyrir nánari upplýsingar. Hér á myndinni er hún Tinna frá Saurbæ, dóttir Hrannars frá Flugumýri og Perlu frá Stóru-Gröf syðri. Tinna er frábær hryssa með góðar gangtegundir, fjaðurmagn og fóðtaburð í hreyfingum en ekki mikið rými. Hún er mjög traust og frábær í allri umgengni, vön krökkum og alls konar umferð. Hún er viljug og dugleg og alltaf að bæta sig.
Written on .
Við erum stolt af henni Védísi okkar sem fór í 1. verðlaun í sumar. Védís er fyrst hrossið sem við (Heiðrún og Pétur) ræktum saman og þess vegna er um einkar ánægð með þessa skemmtulegu hryssu og góða byrjun. Védís hefur verið í miklu uppáhaldi hjá okkur allt frá fyrstu stigum tamningar. Védís er undan gæðingnum Vita frá Kagaðarhóli og Vordísi frá Sjávarborg sem er sammæðra skeiðsnillingunum Venusi og Sprota frá Sjávarborg. Védís fékk 8,18 í aðaleinkunn, þar af 8,5 fyrir tölt, vilja og geðslag.
Written on .
Landsmót hestamanna 2018 hefst á morgun og er gaman að segja frá því að þrír hestar frá Saurbæ taka þátt í keppninni. Þetta eru þeir Grettir, Hlekkur og Nói frá Saurbæ.
Written on .
Naskur frá Saurbæ fór í glæsilegan byggingardóm í vor, en hann hlaut 8,44 fyrir sköpulag