Hrossarækt

Ræktun reiðhrossa hefur verið um áratugaskeið í Saurbæ, enda hesturinn þarfasti þjónninn hér á árum áður. Markvissari hrossarækt hófst upp úr  aldamótunum 2000. Við höfum að markmiði að rækta reiðhestlega byggða hesta, samstarfsfúsa, hreyfingarfallega með góðar gangtegundir sem flestir geti riðið á og haft gaman af . Hestarnir frá okkur hafa reynst vel sem reiðhross sem og keppnishestar víða um heim.

Heimagisting

Að Saurbæ geturðu leigt þér íbúð til lengri eða skemmri tíma. Við erum staðsett í fallegri sveit þar sem náttúran er alls ráðandi, en þó ekki nema í nokkurra mínútna fjarlægð frá þjóðvegi eitt og Varmahlíð sem er næsti þéttbýliskjarni.

Fréttir frá Saurbæ

Leit